Mánudagur, 22. janúar 2007
Helgi
Þetta var fín helgi. Á föstudagskvöldinu var okkur boðið á frumsýningu Foreldra. Fínasta mynd og strákurinn að standa sig virkilega vel. Myndin var kannski ekki gallalaus. Það hefið mátt nostra við klippingu og hljóð. En sögurnar og leikurinn var góður.
Laugardagurinn fór í ýmistlegt stúss og örlitla leti, gott í bland. Og í gær var svo Esjuganga. Fórum upp að Steini. Veðrið var alveg frábært. Dálítið frost, nánast logn og útsýnið eins og best verður á kosið. Ef veðrið verður skaplegt næstu helgi, fer ég alla leið. Þegar heim var komið var þeyttur rjómi, búið til súkkulaði og bakaðar vöfflur. Svona eiga sunnudagar að vera.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.