Lausnin

Það góða við að hamast á hlaupabretti og skíðavél er að þá getur maður látið hugann reika.  Gott eftir erilsaman dag að taka til í hausnum.  Oft á tíðum kemur þá einhver vitleysan í ljós sem búið hefur um sig og stekkur fram.  Stundum fullskapað meistaverk, stundum hálfköruð vísa en oftast eru þetta bara brot sem maður tekur upp og veltir fyrir sér hvort hafi einhvern tilgang.  Á tuttugustu og sjöundu mínútu í puðinu mínu í dag spratt fram lausn á öllum vanda launafólks.  Lausnin birtist mér uppljómuð og mér leið eins og ég hafi séð ljósið.  Í þessu landi óstöðugrar krónu, verðbólgu og ofurvaxta, þar sem lán eru verðtryggð og almennur launamaður semur stundum til margra ára í senn, og oft eftir mikið erfiði og hefur kannski lítið upp úr krafsinu.  Fyrst verðtryggingin er ekkert á leiðinni í burt er ekki það eina rétta að verðtryggja launin?  Ég bara spyr.  Pæling

Það er farið að draga til tíðinda hjá Nágrannanum.  Spurning hvernig þetta endar allt saman. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verðtrygging launa var í gildi á Íslandi fram til 1983 þegar hún var afnumin með lögum. Ég hef einmitt oft hugsað að auðvitað þyrfti að verðtryggja laun og hef meira að segja íhugað að fara fram á slíkt í næsta launaviðtali. Efast einhvernveginn um að það yrði samþykkt samt :)

Karl Ágúst Ipsen (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 14:38

2 Smámynd: Heiðar Birnir

Takk fyrir þetta.  Veist þú nokkuð af hverju hún var afnumin?

Heiðar Birnir, 17.1.2007 kl. 15:04

3 identicon

Hún var afnuminn vegna aflabrests en sömuleiðis var náttúrulega óðaverðbólga sem víxlverkun vísitöluhækkunar launa og verðlags knúði áfram.

Já, ég er nörd! 

Karl Ágúst Ipsen (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband