Álverið í Straumsvík - stækkun, nei takk

Og enn er ég við sama heygarðshornið.  Skæri og lím á lofti.

"Sjónmengun eykst til muna. Álbræðslan og línumannvirkin verða risastór sama hvernig reynt er að smækka þau í orðræðunni þessa dagana. 

Loftmengun eykst líka mjög mikið við stækkun:

Svifryk frá bræðslunni fer úr 470kg í 1.175kg  á sólarhring (250% aukning)

Flúoríð frá bræðslunni fer úr 270kg í 675kg á sólarhring (250% aukning)

Brennisteinsdíðxíð fer úr 7,2 tonnum í 19 tonn á sólarhring (250% aukning)

CO2 (gróðurhúsalofttegund) fer úr 880 tonnum í 2.200 tonn á sólarhring.(250% aukning)

Ekki má heldur gleyma kerbrotunum sem urðuð eru í flæðigryfjum en magn kerbrota fer úr 8,4 tonn í 21 tonn á sólarhring.(250% aukning)

Að sjálfsögðu verður mengunin frá verksmiðjunni eftir stækkun vel undir heilsuverndarmörkum, enginn hefur haldið því fram að hér eigi að fórna mannslífum eins og skilja mátti á Tryggva Skjaldarsyni starfsmanni Alcan  í morgunútvarpi RUV í morgun. En engu að síður þýðir þessi mengun töluvert lakari loftgæði í Hafnarfirði en eru þar í dag. Starfsmaður umhverfisstofnunar sagði t.d. að við kæmum mun oftar til með að sjá gula brennisteinsmengun frá álbræðslunni eftir stækkun á veðurstilltum dögum en við gerum í dag. Það að stækkun álbræðslunnar snúist bara um sjónmengun er ekki rétt. Spurningin um stækkun snýst m.a. um það hvort að Hafnfirðingar sætta sig við lakari loftgæði í Hafnarfirði en þeir búa við í dag."

Af heimasíðu Sólar í Straumi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband