Fyrsta vinnuvika erfið

Það verður nú að viðurkennast að það er sniðugra að byrja aftur í vinnu eftir sumarfrí í miðri viku, en ekki á mánudegi.  Mér finnst ég vera frekar sljór og starfa ekki starfa á fullu gasi, en ég er líka sannfærður um að þetta sé allt að koma.  Ég verð kominn í fluggír strax eftir helgi.  En þessi vika virðist óralöng.

Ég er búinn að festa sumarbústað í nóvember.  Stefni á að fara á samt Flúðafjölskyldunni upp í Borgarfjörð hafa það gott eina helgi og ganga til rjúpna, borða góðan mat og brúka pottinn.  Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og ég hlakka strax til.

Ég fór út og bumbaðist aftur í dag eftir vinnu.  Limaburðurinn jafn ófagur og í gær, og þetta var jafn leiðinlegt.  En mér leið vel á eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband