Til hamingju með ammælið Tobba

Önnur vinnuvika eftir sumarfrí rúmlega hálfnuð, nóg að gera og tíminn líður hraðar en hratt.  Það eru ekki nema 114 dagar til jóla.  Hvernig endar þetta.

Tobba mágkona á ammæli í dag, fertug blessunin.  Til hamingju með það.  Hún hélt upp daginn um síðustu helgi með bravör.  þá smalaði hún saman vinum, ættingjum og furðufuglum og úr varð snilldarskemmtun.  Takk fyrir okkur.

Í gær hlunkaðist ég út og myndaðist við að skokka.  Ég fór mína hefðbundnu leið, var erfitt í byrjun, svo smá versnaði það.  Þegar ég var rúmlega hálfnaður fór þetta að verða auðveldara, segi samt ekki þægilegt.  Leiðindin voru í stíl.  Leiðinlegt, meira leiðinlegt en endaði svo á að vera minna leiðinlegt.  Undir lokin var þetta sæmilegt - en ég var guðslifandi feginn þegar ég kom aftur heim.  Ég ætla ekki að minnast á stílinn, hann er ekki sjón að sjá.

Eftir vinnu í dag tók ég fákinn fram og lagði rúma 23 kílómetra undir dekk á rúmum klukkutíma.  Það tók dálítið á köflum.  Nýlögð klæðning við Heiðmörk var efið yfirferðar og sumar brekkurnar tóku vel í.  En þetta var gaman og ég er helvíti ánægður með þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband