Sumarfrí og skokk

Fyrsti dagur í vinnu eftir langt og gott frí.  Ég gat ţví ekki annađ en klćtt mig sómasamlega og fór í síđbuxur í fyrsta sinn í fjórar vikur.  Ég hef veriđ í stuttbuxum upp á hvern einasta dag í fríinu, eđa í fjórar vikurSmile 

Viđ fórum vestur.  Ég heimsótti minn gamla heimabć, Ísafjörđ, í fyrsta sinn í nokkur ár.  Ég verđ ađ viđurkenna ađ mig langar alltaf til ađ flytja aftur ţangađ aftur ţegar ég fer ţangađ, nú eđa í ţau skipti sem viđ höfum fariđ á Hornstrandirnar og Jökulfirđina.  Vestfirđir eru magnađir og ef almennilegt bein vćri í nefinu á mér, vćri ég vćntanlega fluttur ţangađ upp á von um ađ fá vinnu ţar.

Máni tók ţátt Íslandsbankahlaupinu, hljóp 10 km. á 51:30  ágćtis tími fyrir 14 ára gutta.  Hann hafđi sett markmiđiđ á ađ fara undir 50  en ţađ gekk ekki eftir.  Ekki í ţetta skiptiđ.  

Ég hef alltaf litiđ upp til ţeirra sem hlaupa, hvort sem ţađ eru 5-, 10-, 21 km, maraţon eđa jafnvel enn lengri hlaup.  Járnkallar og konur eru guđir í mínum augum.  Ég hef gaman af ţví ađ horfa á fólk hlaupa og einnig hef ég gaman af ţví ađ standa viđ marklínuna og hvetja fólk síđasta spölinn, og jafnvel sjá sjálfan mig í anda koma skokkandi léttfćttan í mark eftir velheppna 10 kílómetra hlaup.  En ég er ekki hlaupari.  Í raun og veru hefur mér alltaf ţótt hrikalega leiđinlegt ađ hlaupa, sama hvort ţađ var í upphitun í leikfimi hjá Karli Aspelund í barnaskólanum á Ísafirđi og ekki síđur í ţau fáu skipti sem ég, af fúsum og frjálsum vilja, hef tekiđ mig til og myndast viđ ađ skokka eitthvađ smá.  Ţví kom ég sjálfum mér mikiđ á óvart međ ţví ađ reima á mig skó og taka strauiđ út um leiđ og viđ komum heim úr vinnunni í dag og ţumbast eftir Norđurbakkanum og í átt ađ Hrafnistu.  ţetta voru nú ekki föngulegir limaburđi hjá mér, og örugglega ekki fögur sjón ađ sjá lítinn og feitan kall hlunkast áfram, másandi og blásandi eins hval.  En mér er alveg sama.  Ţetta var ekki gaman en ég stefni samt á ađ fara aftur á morgun.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband