Lambalundirnar voru alveg að gera sig

Stundum þarf ekki mikið... Kristínu langaði í lambalundir í kvöld, svo ég eldaði lambalundir.  Ég var ekkert að flækja þetta neitt mikið.  Lundirnar voru steiktar á pönnu og með þessu var sætkartöflumús, rófur, gulrætur og papriku sem ég steikti í soja ásamt smá sátu af steiktum blaðlauk.  Með þessu drukkum við ágætis vín frá Suður-Afríku, Drostdy-Hof Cabernet Sauvignon.  Þægilegt vín í góðu jafnvægi og var skothelt með lambinu. 

Ég er sannfærður um að þennan rétt eigi ég eftir að þróa eitthvað áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sleppa lundunum og þá ertu kominn með þennan fína grænmetisrétt ....

kv

Addi

addi (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband